top of page

Stórt verkefni í FLE

Íslandslyftur ehf hefur með höndum uppsetningu á fimm rúllustigum, fjórum fólkslyftum og einni vörulyftu frá Kleemann í 5000 fermetra stækkun á Suður-byggingu Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Þetta er annað stóra verkefnið sem fyrirtækið hefur tekið að sér á síðastliðunum árum fyrir Flugstöðina.

Um stækkunina Viðbyggingin mun bæta við sex nýjum hliðum, biðsvæðum fyrir farþega og auka getu flugstöðvarinnar til þess að skipta farþegum eftir því hvort þeir koma frá löndum sem eru innan Schengen eða utan. Auk þess verður svæði fyrir vopnaleit, salerni og fleiri möguleikar á verslanasvæðum til að þjónusta viðskiptavini Flugstöðvarinnar betur. Með framkvæmdinni fæst umtalsverð afkastaukning á háannatíma með lágmarksfjárfestingarkostnaði. Áætlað er að byggingin verði komin í notkun sumarið 2016.

bottom of page