top of page

Baðlyftur

Minivator 303 baðlyftan var hönnuð með öryggi, hagkvæmni og þægindi fyrir notandann að leiðarljósi. Baðlyftan er fest með sogskálum og því færanleg svo ekki þarf að grípa til varanlegra breytinga.

 

Baðlyftan býður upp á tvo mismunandi halla á baki, 35° og 45°. Þetta gerir lyftuna að alhliða baðlyftu, sem getur á einfaldan hátt lagað sig að mismunandi notkun. 

Baðlyftunni er stjórnað með vatnsheldri fjarstýringu svo engin hætta stafar frá búnaðinum. Rafhlaðan er að fullu endurhlaðanleg.  Hámarksburðarþungi baðlyftunnar er 135 kg.

Hægt er að fá áklæðið á baðlyftunni í annað hvort bláu eða hvítu.

Heimasíða

Handicare

bottom of page