top of page

Pallalyftur

ARITCO lyfturnar eru einstök upplifun sem vert er að skoða. Hér fyrir neðan er myndband sem gefur góða mynd af því sem þetta flotta fyrirtæki býður uppá.

Aritco pallalyfturnar eru hannaðar með einfaldleika og fjölbreytta notkunarmöguleika að leiðarljósi. Lyfturnar henta vel fyrir hjólastóla, sem almenn fólkslyfta og fyrir létta vöruflutninga.

 

Þær eru góð lausn þar sem aðstæður eru óhefðbundnar og rými lítið fyrir hefðbundna fólkslyftu.

 

Lyfturnar er einstaklega auðveldar í notkun og uppsetning þeirra tekur stuttan tíma eða um 2-3 daga.

 

Lyfturnar samanstanda af sjálfberandi lyftustokki, palli og stjórnborði. Á stjórnborði eru hæðarhnappar, neyðarstopprofi og neyðarhringing.

Aritco 7000 pallalyftur

Aritco 7000-línan er markaðsett fyrir almennan markað. Hönnuð með áherslu á einfaldleika og þægindi. Lyfta sem sameinar fjölhæfni og virkni í hönnun, þar sem notkun og uppsetning er einföld og þægileg. Einfalt og smekklegt útlit lyftunnar fellur vel að umhverfinu. Lyfta sem gengur allan ársins hring án vandkvæða. Lyfta sem eykur lífsgæðin heima fyrir og virði annarra húsbygginga.

Leikskólar, grunnskólar og háskólar
Góð ending fyrir annasamt skólafólk á erilsömum degi. Lyfturnar eru hagkvæm lausn á öllum stigum skólakerfisins. Mismunandi hönnun býður upp á fjölbreytt úrval hvort sem um er að ræða nýbyggingar eða endurbætur bygginga.

Skrifstofuhúsnæði
Falleg hönnun og aukið frelsi til athafna gerir lyftuna frábæra lausn fyrir skrifstofuna. Með einfaldleika og hagkvæmni að leiðarljósi býður lyftan auk þess upp á stílhreint útlit og virkni sem á sér engan líka. Allt til að gera skrifstofuumhverfið betra fyrir viðskiptavini og starfsmenn.

Verslanir og verslunarmiðstöðvar
Góð aðstaða í verslunum er nauðsynleg fyrir nútíma viðskiptavininn. Pallalyfturnar veita viðskiptavininum frelsi og hreyfanleika til að sinna þörfum hans til hins ítrasta – hvort sem þeir eru með innkaupakörfu, barnavagn, hjólastól eða með fullt af innkaupapokum.

Aritco 7000 er hægt að fá í nokkrum útfærslum og sex pallastærðum. Hún þarf einungis 5 cm gryfju en getur einnig komið beint á gólf með rampi. Allur vélbúnaður er inni í lyftustokknum og þarf hún því ekkert aukarými.

Nánari upplýsingar um Aritco-lyfturnar er einnig að finna á heimasíðu Aritco, www.aritco.com

Tækniupplýsingar

Tækniupplýsingar

Burðargeta: 250 - 500 kg.

Hraði: 0,17 m/s

Ferðahæð: 13m hámark / 6 stopp.

Mótor: 2,2 kW, 3 fasar 400 V, 5Hz.

Staðalbúnaður

  • Hurðapumpur

  • Glerhurðir

  • Sjálflæsandi hurðir

  • Lykillæsing gegn óleyfilegri notkun

  • Kall- og sendihnappar utan á lyftu

  • Sjálfberandi lyftustokkur

Fáanlegur aukabúnaður

  • Yfir 100 RAL-litagerðir

  • Sjálfvirkir hurðaopnarar

  • Aukaburðargeta 500 Kg

  • 5 gerðir af hurðum

  • Miðjuopnandi glerhurðir

  • Litað gler

  • Stafræn stöðuvísun og raddboðun

  • Valmöguleikar af gólfefni

  • Lykillæsing á hurðar og stjórnborð

  • Möguleg opnun á 3 hliðum

  • Niðurfellanlegt sæti

  • Handföng og handlisti úr ryðfríu stáli

  • Fjarstýring

Málsetningar

Gatamál fyrir stokk í mm

Pallur í mm

Aritco 4000 og Aritco 6000 eru heimilislyftur frá Aritco. Þessar lyftur eru fyrirferðalítil og látlaus hönnun sem fellur vel að rýminu. Munurinn á Aritco 4000 og Aritco 6000 er stærðin, Aritco 4000 lyfturnar eru minni og gera ekki ráð fyrir hjólastól á meðan að það er hægt að fá Aritco 6000 í stærri stærðum og sumar gera ráð fyrir hjólastólum.

Kröfur um fallega hönnun, þægindi og einfaldleika kemur frá viðskiptavininum. Stíll og hönnun sem á sér enga hliðstæðu. Stílhreint útlit sem bætir og fegrar umhverfið. Meiri þægindi og hreyfanleiki heima fyrir, sniðið að þínum þörfum. Fjárfesting sem kostar ekki meira en hjólhýsi, og er mun ódýrara en nýtt eldhús. Lyfta sem er sannarlega virðisauki fyrir heimilið. 

 

Fyrir framtíðina
Heimalyftur veita möguleika á að búa eins lengi og þú vilt í húsinu þínu og veita þér þægindi og frelsi sem þú átt skilið frá erfiðum stigum og þrepum.

Nútíminn
Í dag snýst lífið um að njóta þess á hverjum degi, á heimili þar sem öll þægindi, hámarksnýting á rými og nútímahönnun er höfð í fyrirrúmi. Heimalyfturnar geta breytt heimili þínu í öfundsverðan griðastað.

 

Áreiðanleiki
Aritco 4000 er fyrirferðaminnsta lyftan á markaðinum og er sérstaklega hönnuð fyrir heimili þar sem hægt að er koma henni fyrir næstum því hvar sem er. Lyftan gerir fólki kleift að fara milli hæða heima hjá sér á þægilegan og öruggan hátt. Hún er sniðug lausn þegar bæta á aðgengi heima fyrir og hentar vel fyrir hreyfihamlaða, fatlaða og eldra fólk. 

Á síðustu árum hafa verið settar upp fleiri hundruð slíkar lyftur í meira en 15 löndum um allan heim. Lyftan er því greinilega búin að sanna sig í áreiðanleika. Það mætti segja að líftími lyftunnar endist ævi húsbyggingarinnar því að lyftan hefur staðist ítrustu kröfur um gæði og áreiðanleika. Hún er auðveld og fljótleg í uppsetningu og viðhaldskostnaður er lágur. Lyftan er einstaklega örugg og þægileg í notkun þar sem áreiðanleiki og einfaldleiki er hafður að leiðarljósi við hönnun.

Uppsetning 
Aritco 4000 og Aritco 6000 er hægt að setja upp jafnt í nýju sem eldra íbúðarhúsnæði en fyrirferðalíti ogl uppsetning tekur aðeins um 2-3 daga. Allt sem þarf er gólfpláss sem er 910 mm x 1370 mm.

Lyftan þarf einungis 50 mm gryfju en einnig er hægt að fá lyftuna með rampi ef gryfja er ekki til staðar. Það þarf ekkert sérstakt vélarrými því allur vélbúnaður er inn í lyftustokknum.. Lyftan samanstendur af sjálfberandi lyftustokki, palli og stjórnborði. Á stjórnborði eru hæðarhnappar, neyðarstopprofi og neyðarhringing. 

Nánari upplýsingar um Home Lift-lyfturnar er einnig að finna á heimasíðu Aritco, www.aritco.com

Tækniupplýsingar

Tækniupplýsingar

Burðargeta: 250 Kg / 2 manna / 1 hjólastóll

Hraði: 0,15 m/s

Ferðahæð: 13m hámark / 6 stopp.

Mótor: 1,5 kW, 1 fasar 230 V, 50 Hz.

Staðalbúnaður

  • Hurðarpumpur

  • Glerhurðir

  • Sjálflæsandi hurðir

  • Lykillæsing gegn óleyfilegri notkun

  • Kall- og sendihnappar utan á lyftu

  • Sjálfberandi lyftustokkur

Fáanlegur aukabúnaður

  • Yfir 100 RAL-litagerðir

  • Sjálfvirkir hurðaopnarar

  • Gler í lyftustokk

  • Litað gler

  • Nokkrir valmöguleikar af gólfefni

  • Möguleg opnun á 3 hliðum

  • Handföng og handlisti úr ryðfríu stáli

  • Fjarstýring

Málsetningar

Gatamál fyrir stokk í mm

Pallur í mm

* Breidd lyftustokks 960 mm: Möguleiki á hurðaropnun á 3 hliðum

Bæklingar

Aritco 7000

Aritco 4000

Aritco 6000

Heimasíða / app

Aritco 

Aritco Appið

Build your lift

bottom of page