top of page

Sætislyftur í stiga

Sætislyfta frá Handicare er tilvalin viðbót á heimilið og með henni er því ekki lengur þörf á að erfiða upp stigana. Lyftan hentar í nær allar gerðir stiga og hægt að útfæra hana á marga vegu.

 

Sætislyftan gengur upp á brautum sem festar eru við tröppur og gólf. Nákvæm útfærsla er gerð eftir þeim aðstæðum sem eru fyrir hendi hverju sinni til að hámarka þægindi og lágmarka það rými sem lyftan tekur.

 

Hægt er að setja lyftuna upp með annarri hvorri innri hlið stigans eftir hentugleika. Hleðsla lyftunnar er á báðum endastoppum og hægt er að kalla og senda lyftuna með fjarstýringu. Þegar lyftan er ekki í notkun er hægt að fella hana upp að stiga eða vegg þannig að lítið fari fyrir henni.

 

Lykillæsing fylgir gegn óleyfilegri notkun. Stýring lyftunnar er einföld, einum stjórnhnappi er haldið inni í þá átt sem óskað er. Þegar endastöð er náð er hægt að snúa stólnum frá stiganum þannig að auðveldara er að standa upp.

 

Hægt er að fá sjálfvirkan snúning á sæti og fótskemil sem aukabúnað með lyftunni.

Útilyfta er til notkunar utandyra með vatnsheldum búnaði og lykillæsingu. Hægt er að fella hana saman til nýta rýmið þegar hún er ekki í notkun. Vatnsheld hlíf fylgir.

Bæklingar

Sætislyftur

Heimasíða

Handicare

bottom of page