top of page

Fólks- og vörulyftur

Íslandslyftur bjóða uppá fólks- og vörulyftur frá virtum framleiðandum í Evrópu. Áhersla er lögð á vandaða og örugga vöru en gífurleg þróun hefur orðið í framleiðslu hefðbundinna sem og sérhannaðra lyftna.
 
Hægt er að velja úr fjölbreyttum útfærslum á klæðningu og útliti allt eftir áherslum viðskiptavina hverju sinni. Hefðbundnar útfærslur eru með stál-, viðar, eða litaklæðningum og hægt er að fá útsýnislyftu úr gleri.

Vélarrýmislaus lyfta
Vélarrýmislaus lyfta er byltingarkennd nýjung sem kom á markað árið 2000 og markaði þá tímamót í nær hundrað ára sögu lyftutækni. Lyftan er hönnuð fyrir tveggja til þrjátíu hæða byggingar, hún er umhverfisvæn með tilliti til orkunotkunar og smurningar. Ný hönnun og fyrirferðalítill mótor gera það að verkum að hægt er að staðsetja lyftubúnaðinn inni í lyftugöngunum.  Því þarf ekki sérstakt vélarrými fyrir lyftuna. 

Bæklingar

Heimasíða

Kleemann

Málsetningar

Allar málsetningar eru í mm
*Lágmarksstærð í nýbyggingar
630 kg lyftan uppfyllir kröfur um aðgengi fyrir fatlaða
1000 kg lyftan uppfyllir kröfur um lágmarksstærð á lyftum í íbúðarhúsnæði sem er 3 hæðir og hærra
og á lyftum í opinberar byggingar sem eru 2 hæðir og hærra.

Hattrými -málsetning frá efstu gólfplötu upp í loft í lyftugöngum

bottom of page