top of page

Viðskiptavinir

Viðskiptavinir Íslandslyftna eru af ýmsum toga eins og byggingarverktakar, heildsölu- og þjónustufyrirtæki, íþrótta- og félagasamtök, einstaklingar og opinber fyrirtæki.

Mikil uppbygging hefur verið í Flugstöð Leifs Eiríkssonar og höfum við tekið stórann þátt í henni, nýjar lyftur og rúllustiga frá Kleemann má nú sjá hvarvetna í flugstöðinni og erum við mjög ánægð með þetta samstarf.

Við höfum ekki farið varhluta af uppbyggingu úti á landi og hefur færst mjög í aukana að við höfum verið að setja upp lyftur á landsbyggðinni enda erum við með umboðsaðila um allt land sem sinna viðhaldi sem og neyðarþjónustu á lyftum.

Íslandslyftur skrifuðu 2017 undir sölusamning á allt að 22. lyftum í Rúv reitinn sem Skuggi 4 er með í byggingu ásamt fullt af öðrum skemmtilegum verkefnum á höfuðborgarsvæðinu enda hefur uppbygging á höfuðborgarsvæðinu verið mjög hröð síðustu ár og sér ekki fyrir endan á henni.

 

 

 

bottom of page