top of page

Um okkur

Íslandslyftur voru stofnaðar árið 2000 af reyndum lyftusérfræðingum, þeim Helga Skúla Helgasyni og Ingólfi Kristjánssyni. Fyrirtækið býður uppá alla almenna lyftuþjónustu, þ.e.a.s. sölu á öllum útfærslum nýrra lyftna og rúllustiga endurnýjun á eldri lyftum auk eftirlits- og viðgerðaþjónustu. Íslandslyftur er með yfir 500 lyftur í þjónustu og er með umboðsmenn víðsvegar um landið sem sinna viðgerðar og neyðarþjónustu.

 

Núverandi eigandi Íslandslyftna er Helgi Skúli Helgason. Hann er rafvirki að mennt og hefur unnið við flest er viðkemur lyftum í yfir 20 ár. Hann sér um sölumál fyrirtækisins og er yfirmaður uppsetninga á nýjum lyftum frá Íslandslyftum. Helgi starfaði við lyftuþjónustu hjá Bræðrunum Ormsson í sex ár áður en hann stofnaði Íslandslyftur. Hann hefur þar af leiðandi mikla reynslu á þeim lyftubúnaði sem Íslandslyftur þjónustar.

Hjá Íslandslyftum starfa 15 starfsmanns, þar af eru 10 lyftusérfræðingar með víðtæka reynslu og menntun, svo sem rafvirkjar og vélfræðingar sem sjá um þjónustu og uppsetningu lyftna.

Íslandslyftur eru viðurkenndar af Vinnueftirliti ríkisins til að hafa umsjón með lyftum og búnaði þeim tengdum og fyrirtækið leggur metnað sinn í að veita viðskiptavinum faglega og örugga þjónustu.

Firmaskráning:

Islandslyftur ehf.

Kt. 411211-0530

VSK 109632

bottom of page