top of page

Hjólastólalyftur

Pallalyftur í stiga frá austuríska  fyrirtækinu Ascendor eru hentugar innan- sem utandyra en þær eru þekktar fyrir öryggi, þægindi og stílhreina hönnun. Lyftan er hugsuð fyrir hjólastóla eða hreyfihamlaða.  

Lyftan er einstaklega þægileg í notkun og uppfyllir ströngustu gæðakröfur um öryggi og notkunareiginleika. Lyftan er fest á braut sem fer í vegg eða í þrep í stiga.  Lyftunni er stjórnað með einum snertihnappi sem er auðveldur og þægilegur í notkun. Einnig hægt að senda lyftuna milli hæða í lokaðri stöðu.
 

Lyftan fæst í nokkrum stærðum, litum og ryðfríu stáli. Staðlaður litur lyftunnar er grár RAL9006. Hægt að fá fellisæti og fjarstýringu sem aukabúnað. Burðargeta 225 - 300 Kg.

FlexStep er lyfta með tvö hlutverk frá danska fyrirtækinu Liftup eru hentugar innan- sem utandyra en þær eru þekktar fyrir öryggi, þægindi og stílhreina hönnun. Lyftan er hugsuð fyrir hjólastóla eða hreyfihamlaða.  

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Lyftan er einstaklega þægileg í notkun og uppfyllir ströngustu gæðakröfur um öryggi og notkunareiginleika. Lyftan er tröppur sem breytist í pall með stjórnhnappi á hæðum. Lyftunni er stjórnað með hnappi sem er auðveldur og þægilegur í notkun. Lyftan fer sjálfkrafa í stigastöðu eftir notkun.

Lyftan fæst í nokkrum stærðum og litum að ósk viðskiptavinarins. Klemmuvarnarlisti á þrepum og öryggiskantur á palli. Hægt er að fá fjarstýringu.  Burðargeta 250 Kg. Lyftihæð allt að 1250 mm.

Easylift hjólastólalyftan er auðveld í notkun og aðgengileg fyrir alla. Lyftan er hentug innan- sem utandyra en hún eru þekkt fyrir öryggi, þægindi og stílhreina hönnun. Lyftuna er hægt að setja beint á gólf eða í gryfju og hentar vel þar sem brúa þarf hæðarmismun allt að 1,25 m.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Lyftan er stöðug á burðarstöplum og drifin af fjórum mótorum. Hægt að fá hliðaropnandi hurðar sem og rennihurð sem er falin  í gólf.   Klemmuvörn undir lyftu. Tvær pallastærðir fáanlegar 800 x 1400 mm og 900 x 1400 mm. 

Burðargeta: 400 Kg. Gryfjudýpt: 70 mm. 
Hægt að fá lykillæsingar, fjarstýringu og þráðlausa kallhnappa.

Innfelldar HDN hjólastólalyftur frá Liftup eru nýjung á markaðnum. Lyfturnar eru hentugar innan- sem utandyra en þær eru þekktar fyrir öryggi, þægindi og stílhreina hönnun. Lyftan kemur slétt við gólf og er því algjörlega falin í neðri stöðu. Hentar vel þar sem rými er lítið eða takmarkað fyrir hefðbundna hjólastólalyftu. 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 



Kantur 10 sm lyftist upp þegar lyftan er í notkun en hann virkar bæði sem klemmuvörn á hlið og öryggiskantur fyrir notendur. Nokkrar pallastærðir fáanlegar. 

Burðargeta: 400 Kg. Gryfjudýpt: 350 mm.Lyftihæð allt að 500 mm.   

Pallalyfturnar frá írska fyrirtækinu Pollock eru hentugar innan- sem utandyra en þær eru þekktar fyrir öryggi, þægindi og stílhreina hönnun. Lyftan er hugsuð fyrir hjólastóla eða hreyfihamlaða.

Lyftan er einstaklega þægileg í notkun og uppfyllir ströngustu gæðakröfur um öryggi og notkunareiginleika. Lyftan festist beint á gólf. Ekkert sérstakt vélarrými þarf því allur búnaður er innbyggður. Stjórnun lyftunnar er með hnöppum á hæðum og á lyftu sem eru auðveldir og þægilegir í notkun.

 

Fjölbreyttar stærðir, litir og útfærslur. Hurðir fáanlegar með sjálfvirkum hurðaopnurum. Staðlaður litur lyftunnar er grár RAL9006.

 

Lykillæsing fylgir lyftunni sem hindrar óæskilegan aðgang.

Burðargeta 250 - 500 Kg. Gryfja 65 mm eða rampur.

Ferðahæð allt að 3 m. 

Bæklingar

Myndbönd

FlexStep

EasyLift

HDN

Heimasíður

Liftup

Ascendor

Pollock

bottom of page