top of page

Helstu birgjar

Kleemann er okkar helsti birgi í stærri fólkslyftum, vörulyftum, rúllustigum og renniböndum, lyfturnar eru framleiddar eftir EN 8120 sem er Evrópustaðall á lyftum frá 2017. Hjá Kleemann helst í hendur einstök gæði, öryggi, fagmennska og falleg hönnun. Allir ættu að geta fundið lyftu við sitt hæfi.

Aritco er með frábærar lausnir í minni lyftum og sjálfberandi lyftustokkurinn gerir okkur kleift að setja lyftur upp þar sem ekki er gert ráð fyrir lyftu til dæmis í heima húsum og í minni fyrirtækjum. Hér sjáum við endalausa möguleika til að sníða þetta eftir þínu þörfum. Sjá nánar á ARITCO.com

Liftup hefur margar lausnir þegar kemur að hjólaskólalyftum. Einfaldar pallalyftur, tröppurlyftur ( lyfta sem breytist úr tröppum í lyftu) og HDN lyftur sem getur verið góð lausn þegar það þarf aðeins að fara upp um fá þrep. Einnig er Raizer lyftustólinn nýjung frá Liftup sem vert er að kynna sér.

Handicare er með sætislyftur sem getur verið góð lausn fyrir þá sem eiga erfitt með að ganga stiga. Það fer lítið fyrir þeim og þarf ekki mikið pláss til að koma þeim fyrir.

Fältcom lyftusímarnir eru einstög gæði komið fyrir í fallegri hönnun. Mikilvægt er að gæta fyllsta öryggis og með lyftusíma frá Fältcom er mögulekt að vera í beinu sambandi við neyðarþjónustu hjá Íslandslyftum allan sólahringinn.

HYMO-skæralyfturnar eru hannaðar með þægindi og áreiðanleika að leiðarljósi við meðhöndlun þungra hluta og til að gera vinnuaðstæður auðveldari. 

SKG þjónustulyftur er hægt að fá í mismunandi stærðum og útfærslum allt eftir notkunargildi.  Möguleikarnir eru miklir en lyfturnar henta einkar vel fyrir matarsendingar, lyf, lín, bækur, skjöl og létta vöruflutninga. 

bottom of page