top of page

Bílastæðislyftur

Að finna bílastæði í þéttbýli verður sífellt erfiðara, þar sem fjöldi skráðra bíla eykst á hverju ári. Skortur á bílastæðum takmarka einnig tækifæri til uppbyggingar á eldri svæðum hvort sem um er að ræða byggingu á búsetu- og skrifstofuhúsnæði, iðnaðarhúsnæði eða hótelum.

Það að geta nýtt sér á árangursríkan hátt takmarkað pláss er grundvallaratriði fyrir arðsemi fyrirtækja. Því getur bílastæðalausnin lækkað rekstrarkostnað, skapað tækifæri fyrir þróun á fasteignamarkaði og þar af leiðandi aukið tekjurnar.

DBL PARK er með auðveldustu, öruggustu og hagkvæmustu lausn á bílastæðavandamálum um allan heim.
Bílastæðislyftan er með TÜV (Þýskaland), MEA (Bandaríkin) og CE (Evrópa) vottanir og yfirburðir í gæðum. Lyftan er með áreiðanlegustu bílastæðislyftum á markaðinum.
DBL Park er með stærstu framleiðendum á rafmagnsbílastæðalyftum í heiminum.

 

Hámarksgæði, yfirburða öryggislausnir og hraðvirk uppsetning bæði innan sem utan dyra og langur líftími gera DBL PARK bílastæðislyfturnar vinsælustu lyfturnar á markaðinum.

Lyfturnar er hægt að fá í nokkrum gerðum allt eftir aðstæðum og notkunargildi hverju sinni.  Tveggja hæða bílastæðislyftan er hönnuð sem geymsla fyrir bíla í stuttan tíma og hentar því vel sem aukabílastæði við heimahús, við vinnustaðinn, á flugvöllinn, við verslunarmiðstöðina, við hótelið og fyrir bílaleigur jafnt innan sem utan dyra.

Einnig er hægt að fá stærri lyftur á 3-4 hæðum og þannig má nýta geymslurýmið til fulls.  Stærri lyfturnar eru tilvaldar sem geymslulausn til lengri tíma og henta vel í bílastæðahús, fyrir bílainnflutningsfyrirtæki, bílaleigur og almenningssvæði.

Lyfturnar eru mjög einfaldar í notkun en einum bíl er lyft upp með einum stjórnhnappi og öðrum bíl lagt undir lyftuna. Grindin er úr galvaniseruðu stáli og með allt að 3.500 kg burðargetu. Lykillæsing fylgir og neyðarhnappur. Pallurinn er sterkbyggður og heildstæður og hannaður með öryggi og hámarksþægindi í huga.

bottom of page